Hlauparar söfnuðu tæpum níu milljónum til góðgerðafélaga

16.09.2009

Líkt og undanfarin ár gafst hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka tækifæri til að hlaupa til styrktar góðu málefni. Tæpar níu milljónir söfnuðust til góðgerðafélaga þetta árið. Samtals 67 góðgerðafélög tóku þátt í söfnuninni en til þeirra safnaðist frá þúsund krónum og upp í 1,1 milljón. Alls fengu 27 félög meira en 100.000 krónur í sinn hlut en heildarfjöldi áheita var 4.106.

Almenningur gat heitið á hlaupara í gegnum vef Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, www.marathon.is. Í gegnum vefinn söfnuðust samtals 6,3 milljónir með 2.730 áheitum. Fyrirtæki söfnuðu samtals um 2,7 milljónum með áheitum á hlaupara og var heildarfjárhæð áheita því um 9 milljónir króna, eins og áður segir.

Mest safnaðist fyrir Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna eða rúm 1,1 milljón. Hringurinn, barnaspítalasjóður fékk næst mest af áheitum eða  564 þúsund og Ljósið þriðja mest eða 469 þúsund. Eins og ávallt eru upphæðirnar stórar sem smáar vel þegnar af góðgerðasamtökunum sem þær þiggja.

Óskar Örn Guðbrandsson framkvæmdastjóri Styrktarfélags Krabbameinssjúkra barna var að vonum ánægður með áheitin sem söfnuðust fyrir SKB:

„Þessir fjármunir koma sér svo sannarlega vel og verða meðal annars notaðir til að styrkja félagsmenn fjárhagslega í þeirra hremmingum. Bestu þakkir til allra sem hlupu fyrir og styrktu Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2009."

Góðgerðafélögin taka mörg virkan þátt í hlaupinu og fara út á braut til að hvetja hlaupara til dáða. Mikil stemning skapaðist hjá klappliði Ljóssins í ár sem verður fjölmennara með hverju ári. Erna Magnúsdóttir forsvarskona Ljóssins:

„Stuðningurinn sem við fáum í gegnum Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer beint í að styrkja endurhæfinguna fyrir þá sem greinast með krabbamein, m.a. með styrkjandi námskeiðum. Við lögðum mikið í kynningu á okkar málefnum í ár, vorum með bás á skráningarhátíð í Laugardalshöllinni, kynntum hlaupið á heimasíðunni okkar og fjölmenntum út á brautina til að hvetja hlauparana. Þetta skilaði sér í aukningu á áheitum til okkar sem við erum að sjálfsögðu hæstánægð með. Sendum þakkir til allra sem studdu og hlupu fyrir Ljósið."

Þrátt fyrir að upphæðirnar sem góðgerðafélögin fá til sín séu lægri í ár heldur en í fyrra eru samt fleiri sem heita á hlaupara og styrkja góð málefni þetta árið. Árið 2008 bárust 3.725 áheit en í ár 4.106.

Góðgerðafélögin fengu upphæðirnar sem söfnuðust til þeirra lagðar inná bankareikninga sína í dag.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall