Veltusafn, nýr verðbréfasjóður hjá Íslandssjóðum

18.09.2009

Íslandssjóðir hafa sett nýjan verðbréfasjóð á markað, Veltusafn, sem hentar vel til sparnaðar í skemmri tíma. Markmið sjóðsins er að nýta tækifæri á markaði með virkri stýringu innlána, víxla og ríkisskuldabréfa en á sama tíma að skila jafnri og stöðugri ávöxtun. Veltusafnið hefur einnig heimild til að fjárfesta að litlu leyti í víxlum fjármálastofnana og sveitarfélaga. Mikil eftirspurn hefur verið eftir ríkisvíxlum og innlánum en með Veltusafninu gefst fjárfestum kostur á að ná áhættudreifingu við fjárfestingar til skamms tíma.

Fylgir eftir velgengni Ríkissafnsins

Í desember 2008 settu Íslandssjóðir Ríkissafnið á markað og hefur sjóðnum verið mjög vel tekið af fjárfestum en í dag hafa um 1.400 aðilar fjárfest í honum fyrir 14,5 milljarða króna. Veltusafnið byggir á sömu aðferðafræði og Ríkissafnið, það er blöndun ríkisbréfa og innlána fjármálastofnana. Meginmunurinn á milli sjóðanna felst í styttri meðallíftíma eigna Veltusafnsins, það er 1 mánuður til 1 ár miðað við 1-3 ár í Ríkissafninu.

Virk stýring - betri ávöxtun

Virk stýring í Veltusafninu gerir það einnig að verkum að mögulegt er að nýta tækifæri á markaði til að ná fram betri ávöxtun til lengri tíma miðað við sparnaðarreikninga.  Með fjárfestingu í sjóðnum næst góð eignadreifing milli skuldabréfa  með ábyrgð ríkissjóðs og innlána fjármálastofnana. Sjóðurinn hentar bæði einstaklingum sem vilja ávaxta peninga til eins mánaðar eða lengur sem og fagfjárfestum.  Hægt er að fjárfesta með stökum kaupum í sjóðnum og einnig er hægt að skrá sig í reglulega áskrift.

Veltusafnið á heimasíðu Íslandssjóða

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall