Aðgerðir ríkisstjórnar vegna skuldavanda heimilanna

08.10.2009

Ríkisstjórnin hefur kynnt viðamiklar aðgerðir sem fela í sér umtalsverða leiðréttingu á greiðslubyrði af íbúða- og bílalánum og nýjar leiðir til að laga skuldir fólks að núverandi eignastöðu og greiðslugetu.

Aðgerðir stjórnvalda felast í almennum aðgerðum sem hafa að markmiði að lækka greiðslubyrði einstaklinga vegna verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána og gengistryggðra bílalána. Þetta verður gert með greiðslujöfnun lána þar sem sett verður þriggja ára hámark eða þak á mögulega lengingu lánanna vegna greiðslujöfnunar. Á vefsíðunni island.is er útskýrt hvað felst í greiðslujöfnun þessara lána, hvaða áhrif þakið hefur, hve mikið megi reikna með að greiðslubyrðin lækki og fleira.

Stjórnvöld boða einnig sértækar aðgerðir til að mæta vanda einstaklinga sem eiga í það miklum greiðsluvanda að almennar aðgerðir nægja ekki. Þessi úrræði eru útskýrð í stuttu máli en á næstunni verða einnig settar fram spurningar með svörum til að gera ítarlega grein fyrir hvað í þeim felst.

Samantekt spurninga og svara á island.is er unnin í samvinnu félags- og tryggingamálaráðuneytis og fjölmargra fjármálafyrirtækja og lánastofnana sem koma að þessum úrræðum og framkvæmd þeirra.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall