Íslandsbanki leiðréttir höfuðstól bílalána

27.10.2009

Íslandsbanki hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum uppá leiðréttingu á höfuðstól gengistryggðra og verðtryggðra bílalána og bílasamninga. Leiðréttingin felur í sér að höfuðstóll láns er leiðréttur miðað við ákveðið gengi í lok september 2008. Þetta hefur í för með sér að höfuðstóll erlendra bílalána og bílasamninga mun lækka um 23% að meðaltali, m.v. gengið eins og það var 20. október sl. Höfuðstóll verðtryggðra bílalána og bílasamninga í íslenskum krónum lækkar um 5% að meðaltali.

Þetta hefur í för með sér að lánið færist yfir í íslenskar krónur á breytilegum óverðtryggðum vöxtum. Veittur verður afsláttur af vöxtum fyrstu 12 mánuði lánsins. Vextir verða því 10,5% í stað 13,1% í dag. Ef vaxtabreytingar verða á tímabilinu munu vextir breytast í samræmi við það. Eftir 12 mánuði munu vextir miðast við vaxtatöflu Íslandsbanka Fjármögnunar.

Til þess halda greiðslubyrði í lágmarki stendur viðskiptavinum Íslandsbanka til boða að lengja greiðslutíma bílalánsins, þó aldrei lengur en í þrjú ár og að hámarki 75% af þeim fjölda greiðslna sem eftir er á láninu. Hægt verður að sækja um leiðréttingu á höfuðstól bílalána og samninga fram til 15. desember næstkomandi. Viðskiptavinur munu geta sótt um á vef bankans, islandsbanki.is, prentað út viðeigandi skjöl á einfaldan hátt og skilað þeim undirrituðum í næsta útibú Íslandsbanka um land allt.

Dæmi um lækkun á höfuðstól og breytingugreiðslna:

Lán upp á 2,5 m.kr. sem var tekið í nóvember 2007 í erlendri mynt til 84 mánaða, stendur nú í 4,6 m.kr. í dag, og greiðslubyrði eru rúmar 86 þús. kr. Eftir höfuðstólsleiðréttingu lækkar höfuðstóllinn um það bil í 3,5 m.kr. og greiðslubyrði láns verður 54 þús. kr., m.v. að viðskiptavinur velji lengingu á lánstíma.

Una Steinsdóttir,framkvæmdarstjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka:

"Við höfum unnið að þessari lausn í töluverðan tíma og erum mjög ánægð að geta nú boðið hana til þeirra 12.000 einstaklinga sem eru með bílafjármögnun hjá Íslandsbanka Fjármögnun. Stór hluti þeirra er ekki með sín aðal bankaviðskipti í Íslandsbanka og því má segja að þetta sé einnig að nýtast viðskiptavinum annarra banka og sparisjóða. Þetta er í raun annar valkostur en greiðslujöfnunarúrræði ríkisins og það má segja að leiðréttingin nýtist þeim best sem vilja selja bifreið og greiða upp lán, eða þeim sem vilja eyða allri gengisáhættu og færa skuld sína í íslenskar krónur. Það er okkar von að þessi leið geti liðkað fyrir sölu bifreiða, en ekki síst að þetta létti á skulda- og greiðslubyrði einstaklinga. Viðskiptavinum okkar býðst að sjálfsögðu að nýta sér greiðslujöfnunarúrræði ríkisins ef þeir telja það henta þeim betur."

Dæmi um bílasamning í erlendri mynt. Lán tekið 1. nóv. 2007, til 7 ára, upphaflega að fjárhæð kr. 2,5 millj. Greiðslubyrði eftir höfuðstólsleiðréttingu miðast við hámarkslengingu láns (3 ár).

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall