NY Times fjallar um sóknarfæri í nýtingu jarðvarma

11.11.2009

Stórblaðið hefur það eftir Alex Richter, forstöðumanni á orkusviði Íslandsbanka, að hærra verð geti fengist fyrir orku frá jarðvarmavirkjunum heldur en öðrum endurnýtanlegum orkugjöfum, eins og vind- og sólarorkuvera, því rafmagnsframleiðsla jarðvarmavirkjananna sé stöðugri.

Líkur eru á að hærra verð fáist fyrir rafmagn frá jarðvarmarvirkjunum en öðrum raforkuverum í Bandaríkjunum á næstu árum. Sérfræðingar Íslandsbanka telja mikla möguleika felast í nýtingu jarðvarma í vestan hafs.

Jarðvarmavirkjanir framleiða innan við 1% af orkuþörf Bandaríkjanna en ekkert land framleiðir samt meira af rafmagni þannig. Obama-stjórnin hefur gert þróun endurnýtanlegra orkugjafa að forgangsmáli og styður við það á ýmsan hátt. Tæplega þrjátíu fylki hafa sett lög um að ákveðið lágmarkshlutfall þeirrar orku sem notuð er verði að koma frá endurnýtanlegum orkugjöfum.

Þegar eru uppi áætlanir um að auka framleiðsluna um 6.400 MW en hún er 3.100 MW í dag. Kostnaður við þetta er talinn nema um 26 milljónum dollara. Í nýlegri skýrslu Íslandsbanka, um jarðvarmamarkaðinn í Bandaríkjunum, kemur fram að með núverandi tækni sé hægt að framleiða 40.000 MW af orku í viðbót úr jarðvarma og 517.800 MW í viðbót með betri tækni.

Þar felist ýmis tækifæri fyrir fjárfesta. Í skýrslunni kemur fram að með auknum stuðningi stjórnvalda sýni stórfyrirtæki, til dæmis úr olíugeiranum, aukinn áhuga á jarðvarmavirkjunum. Þar eru einnig talin tækifæri fyrir samstarf milli fjárfesta en minni fjárfestar eiga erfitt uppdráttar. Stofnkostnaður, einkum við borun, gerðir þeim erfiðast fyrir.

Nánar um skýrsluna á vef Íslandsbanka

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall