Gjafasöfnun í útibúum Íslandsbanka um land allt

03.12.2009

Fyrir jólin í ár starfrækja Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Reykjavíkurdeild Rauðakross Íslands sérstaka gjafadeild þar sem einstaklingar geta nálgast jólagjafir fyrir börn sín. Nú, eins og áður, eiga margir einstaklingar og fjölskyldur um sárt að binda og þurfa að nýta sér aðstoð hjálparstofnana bæði vegna matar og gjafa fyrir jólin. Framlög einstaklinga skipta því sköpum þegar kemur að framboði gjafa og því eru öll framlög vel þegin.

Gjafamóttaka og aðstaða til innpökkunar

Stjórn Starfsmannafélags Íslandsbanka hefur ákveðið að styðja við þetta framtak og hvetur alla starfsmenn til að gefa gjafir til handa börnum í söfnunina. Gjöfum verður safnað saman í útibúum Íslandsbanka um allt land þar sem boðið er upp á aðstöðu til innpökkunar.  Starfsmenn eru hvattir til að sýna gott fordæmi og hvetja einnig viðskiptavini til að koma með gjafir í næsta útibú bankans. Starfsmannafélagið mun koma gjöfum frá starfsmönnum og viðskiptavinum áleiðis til Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar. Útibú Íslandsbanka á landsbyggðinni safna saman gjöfum sem dreift verður til þeirra sem þess þurfa innan hvers bæjarfélags í samstarfi við tengiliði Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar.

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta komið með gjafirnar í eitt af útibúum Íslandsbanka og starfsmenn sjá um að koma þeim áleiðis. Eins og áður segir er aðstaða til innpökkunar á staðnum sem allir geta nýtt sér. Til aðgreiningar eiga gjafir fyrir stelpur að vera í rauðum gjafapappír en í grænum pappír fyrir stráka. Söfnunin er ekki einskorðuð við starfsmenn og viðskiptavini Íslandsbanka, heldur geta allir sem vilja komið og gefið í söfnunina í útibúum bankans.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall