Höfuðstólslækkun á eignaleigusamningum fyrirtækja

25.01.2010

Frá og með 27. janúar geta fyrirtæki og einstaklingar í rekstri sem eru í viðskiptum við Íslandsbanka Fjármögnun fengið lækkun á höfuðstól eignaleigusamninga í erlendri mynt.  Lækkunin getur numið allt að 25% og er breytileg eftir samsetningu mynta í hverjum samningi.  Um leið er samningnum breytt úr erlendri mynt í íslenskar krónur með breytilegum óverðtryggðum vöxtum.  Íslandsbanki var fyrsti bankinn til að bjóða uppá höfuðstólsleiðréttingar fyrir einstaklinga bæði á íbúðarlánum og bílafjármögnun. Næsta skref er að bjóða fyrirtækjum og rekstraraðilum viðlíka úrræði, og er þetta fyrsti áfanginn í því ferli.

Höfuðstólsækkun á eignaleigusamningum felur í sér að:

Hægt verður að sækja um höfuðstólslækkun í gegnum vef bankans islandsbanki.is/fjarmognun.  Skilyrði fyrir höfuðstólslækkun er að viðkomandi samningur sé í skilum.

Dæmi:

Dæmi um eignaleigusamning hjá Íslandsbanka Fjármögnun, þar sem upphafleg myntsamsetning var CHF, USD, JPY og EUR. Samningurinn var upphaflega til 7 ára og fyrsti gjalddagi var 3. febrúar 2007. Eftir eru 48 gjalddagar:

Áhrif á eftirstöðvar

Áhrif á greiðslubyrði

Ingvar Stefánsson, yfirmaður Íslandsbanka Fjármögnunar:

„Við höfum frá því í nóvember síðastliðnum boðið einstaklingum höfuðstólslækkun á bílasamningum og bílalánum í erlendri mynt ásamt öðrum úrræðum fyrir viðskiptavini í greiðsluerfiðleikum.  Um 3.500 viðskiptavinir hafa nýtt sér þessi úrræði og þar af eru um 2.500 sem hafa sótt um höfuðstólslækkun, sem sýnir að þetta er úrræði sem nýtist mörgum mjög vel. Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar í rekstri eru með eignaleigusamninga í erlendri mynt hjá Íslandsbanka Fjármögnun og því er það von okkar að þessi lausn nýtist breiðum hópi viðskiptavina.  Í raun má segja að lausnin sé tvíþætt því hún bæði lækkar höfuðstól og greiðslubyrði."

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall