Öryggi í viðskiptum

29.03.2010

Nú stendur yfir sameiginlegt átak banka, sparisjóða og eignarleigufyrirtækja undir merkjum Samtaka Fjármálafyrirtækja (SFF) þar sem viðskiptavinir framangreindra aðila eru hvattir til að sanna á sér deili með því að framvísa gildum persónuskilríkjum.

Samkvæmt lögum nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er fjármálafyrirtækjum skylt að kanna áreiðanleika viðskiptavina sinna við upphaf nýs viðskiptasambands. Með áreiðanleikakönnun er átt við að viðskiptavinur þarf að gera grein fyrir fyrirhuguðum viðskiptum og framvísa skilríkjum.

Mikilvægt er að allir viðskiptavinir sem hafa ekki hafa látið taka afrit af skilríkjum sínum geri það næst þegar þeir eiga erindi í útibú bankans. Gild skilríki í skilningi laga um peningaþvætti eru Vegabréf, Nafnskírteini og Ökuskírteini. Athugið að sé gildistími á ökuskírteinum útrunnin, telst það ekki sem gilt skilríki í skilningi laganna þótt slíkt veiti akstursheimild til 70 ára aldurs.  Skilríkin þurfa að vera með skýrri mynd og geta auðkennt einstaklinginn.

Bæklingur frá SFF

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall