Landsvirkjun og Íslandsbanki semja um veltilán í íslenskum krónum

20.04.2010

Landsvirkjun og Íslandsbanki skrifuðu í dag undir samning um veltilán að fjárhæð 3 milljarða króna. Lánstími er þrjú ár og ber lánið Reibor millibankavexti auk mjög hagstæðs álags. Lánið er svokallað veltilán og getur Landsvirkjun dregið á það eftir þörfum með litlum fyrirvara.

Veltiláninu er ætlað að auka enn frekar aðgengi Landsvirkjunar að fyrirvaralítilli fjármögnun í íslenskum krónum og bæta þar með lausafjárstöðu fyrirtækisins. Landsvirkjun hefur nú þegar aðgang að öðru veltiláni í erlendri mynt eða um 280 milljónum Bandaríkjadala.  Lausafjárstaða Landsvirkjunar er góð, lausafé fyrirtækisins er nú um 110 milljónir Bandaríkjadala, en að viðbættum áður nefndum lánalínum hefur fyrirtækið aðgang að jafnvirði um 410 milljónum Bandaríkjadala, sem svarar til um 52 milljarða króna.  Landsvirkjun hefur þannig þegar tryggt fjármagn sem ásamt fé frá rekstri dugar til að standa við allar núverandi skuldbindingar til ársloka 2012.

„Þetta sýnir fyrst og fremst að bankinn hefur fulla burði til að veita fyrirtækjum á Íslandi þá þjónustu sem þau þurfa á að halda sem er ekki síst mikilvægt í því uppbyggingarstarfi sem framundan er í efnahagslífinu. Samstarf okkar við Landsvirkjum hefur ávallt verið gott og við erum ánægð með að vinna með svo traustu og öflugu fyrirtæki."

„Þessi samningur er mjög jákvæður fyrir Landsvirkjun en með honum
tryggir fyrirtækið enn frekar lausafjárstöðu sína sem er þó góð fyrir.  Samningurinn endurspeglar gott aðgengi að fjármagni hér á landi og gott samstarf Íslandsbanka og Landsvirkjunar."

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall