Aðalfundur Íslandsbanka 2010

28.04.2010 - Uppgjör

Aðalfundur Íslandsbanka var haldinn í dag í höfuðstöðvum bankans að Kirkjusandi. Engar breytingar urðu á stjórn bankans en í stjórninni sitja Friðrik Sophusson, formaður stjórnar, Árni Tómasson, John E. Mack, Marianne Økland, Martha Eiríksdóttir, Neil Graeme Brown og Raymond J. Quinlan. Allir þessir aðilar hafa víðtæka reynslu af stjórnun, stefnumótun og rekstri fjármálafyrirtækja.

Friðrik Sophusson, formaður bankastjórnar Íslandsbanka flutti skýrslu stjórnar. Í máli hans kom m.a. fram að stjórn bankans teldi mikilvægt að fjárfesta enn frekar í innviðum bankans. Sú stefna endurspeglast í þeirri ákvörðun stjórnar að leggja til að arður verði ekki greiddur út fyrir starfsárið 2009.

Friðrik sagði einnig að innan Íslandsbanka væri nú verið að fara yfir niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis með það að markmiði að skoða hvaða umbætur kunna að vera nauðsynlegar innan bankans. Ítrekaði hann þó að strax í kjölfar stofnunar bankans, í október 2008, hefði slíku umbótarstarfi verið ýtt úr vör og nefndi hann ýmis dæmi þess efnis.

Friðrik sagði þá gagnrýni sem komið hefði fram um umsvif bankanna á fyrirtækjamarkaði að mörgu leyti skiljanlega og að mikilvægt væri að draga úr tortryggni -þar væri gagnsæi lykilatriði. Hann ítrekaði þá stefnu Íslandsbanka að koma þeim rekstarfélögum sem bankinn þarf að yfirtaka sem fyrst í hendur annarra rekstaraðila og benti á að bankinn hefur verið í fararbroddi þegar kemur að gagnsæu söluferli fyrirtækja.

Loks ræddi Friðrik stöðu fjármálafyrirtækjanna og vitnaði til umræðu um einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka. Hann benti á að saga Íslandsbanka væri allt önnur þar sem hann hefði orðið til úr samruna þriggja einkabanka og eins ríkisbanka, Útvegsbanka Íslands. Þannig hefði Íslandsbanki verið í einkaeigu löngu áður en hugtakið einkavæðing varð til.

Birna Einarsdóttir bankastjóri, fór yfir rekstrar- og efnahagsreikning bankans og það helsta í starfi Íslandsbanka á liðnu ári.

Rekstur bankans gekk vel á árinu þrátt fyrir erfitt efnahagsumhverfi og er bankinn með sterkt eiginfjárhlutfall, eða um 19,8% miðað við 16% lágmarksviðmið FME.

Hreinar fjármunatekjur bankans námu alls 11,1 ma. kr. Þær eru að mestu leyti tilkomnar vegna gengishagnaðar á fyrri hluta ársins af lánum í erlendri mynt sem síðan er að stærstum hluta gjaldfærður sem virðisrýrnun vegna skertrar greiðslugetu lántaka með tekjur í íslenskum krónum en lán í erlendum myntum.

Heildarstærð efnahagsreiknings þann 31.12.09 var 717 ma. kr. og hækkaði um 59 ma. kr. á milli ára.

Heildarútlán til viðskiptavina og fjármálafyrirtækja námu um 577 ma. kr. Innlán námu um 479 ma. kr. en bankinn yfirtók innlán frá Straumi fyrir 45 ma. kr. um mitt ár 2009 gegn skuldabréfi sem tryggt er með eignum Straums og með baktryggingu frá íslenska ríkinu. Hlutfall heildarinnlána af heildarútlánum bankans nam 83% í árslok.

Í máli Birnu kom fram að um 1200 viðskiptavinir hafi nýtt sér höfuðstólslækkun verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána. Að sama skapi hafi um 3100 nýtt sér höfuðstólslækkun vegna bílasamninga. Þá hafa um 800 fyrirtæki nýtt sér höfuðstólslækkun vegna fjármögnunarsamninga hjá Íslandsbanka Fjármögnun. Einnig kom fram að bankinn er að kynna samskonar lausnir fyrir fyrirtæki sem eru með lán í erlendri mynt en tekjuflæði í íslenskum krónum.

Birna sagði stjórn Íslandsbanka hafa samþykkt á fundi sínum fyrr í dag að bankinn ætli að vinna að samkomulagi við stjórnvöld til að koma til móts við þá einstaklinga sem tóku bílalán í erlendri mynt. Nýleg skýrsla Seðlabanka Íslands sýndi að vandi væri hvað stærstur hjá þessum hópi og að í mörgum tilfellum myndi slíkt samkomulag hafa í för með sér frekari lækkun á höfuðstól þeirra bílalána sem hafa hækkað hvað mest.

Fram kom einnig að innan Íslandsbanka hefur mikið umbótastarf verið unnið í tengslum við regluverk bankans og almenna starfshætti. Birna sagði að bankinn ætlaði sér að fara vandlega í gegnum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis enda væri mikilvægt að draga réttan lærdóm af niðurstöðu hennar. Hún sagði ljóst að bankarnir hefðu verið of áhættusæknir. Hinsvegar yrði að gæta að því að herða regluverk ekki svo mikið að atvinnulífið myndi líða fyrir það. Bankarnir yrðu að vera tilbúnir að fjármagna góðar hugmyndir sem byggðu á vönduðum áætlunum.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall