Íslandsbanki Fjármögnun lækkar vexti

14.05.2010

Íslandsbanki Fjármögnun hefur lækkað vexti á óverðtryggðum samningum um 0,75% frá og með 12. maí síðastliðnum. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á stýrivöxtum Seðlabankans í síðustu viku. Þetta hefur í för með sér að vextir á óverðtryggðum bílasamningum og bílalánum  verða á bilinu 11,05% -11,35%.

Þeir viðskiptavinir Íslandsbanka Fjármögnunar sem kjósa að fá höfuðstólslækkun á bílasamningum eða eignaleigusamningum sínum fá 2,6% afslátt af vöxtum fyrstu 12 mánuðina og verða vextir í þeim tilfellum 8,75% með afslætti stað 9,50% áður. Vaxtalækkunin á einnig við þá samninga sem þegar hafa verið höfuðstólslækkaðir og eru óverðtryggðir. Á þeim samningum lækka vextir einnig um 0,75%.

Frá því að Íslandsbanki Fjármögnun hóf að bjóða höfuðstólslækkun fyrir viðskiptavini sína hefur höfuðstóll verið lækkaður á 4.141 einstaklings- og fyrirtækjasamningum. Viðskiptavinir geta sótt um höfuðstólslækkun hjá Íslandsbanka Fjármögnun til 1. júlí 2010.

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall