Höfuðstólslækkun bílalána

31.05.2010

Frá því að Íslandsbanki Fjármögnun reið á vaðið með höfuðstólslækkun á bílalánum fyrir einstaklinga í nóvember 2009 hafa fjölmargir viðskiptavinir nýtt sér þetta úrræði. Lækkun á erlendum lánum getur numið allt að 27% og fer eftir samsetningu mynta og því hvenær lánið var tekið. Einnig býðst viðskiptavinum sem eru með verðtryggð bílalán 5% lækkun á höfuðstól lánsins, og er Íslandsbanki Fjármögnun eina eignaleigufyrirtækið sem býður höfuðstólslækkun á slíkum samningum.

Við höfuðstólslækkun er láninu breytt í íslenskar krónur með breytilega, óverðtryggða vexti. Fyrstu 12 mánuðina eftir höfuðstólslækkun fá viðskiptavinir 2,6 prósentustiga afslátt á vöxtum og eru vextir nú 8,75% með afslættinum.

Um 3.300 einstaklingar hafa nú nýtt sér höfuðstólslækkunin bílalána hjá Íslandsbanka Fjármögnun og virðist þessi lausn því henta mörgum viðskiptavinum bankans, hvort sem þeir séu að horfa til þess að geta selt bifreið eða lækkað afborganir og skuldastöðu.  Rétt er að ítreka að þeir viðskiptavinir sem nýta sér höfuðstólslækkun hjá Íslandsbanka Fjármögnun eru ekki að fyrirgera betri rétti ef bílalán í erlendri mynt verða dæmd ólögleg.

Hægt verður að sækja um höfuðstólslækkun bílalána hjá Íslandsbanka Fjármögnun fram til 1. júlí 2010. Hægt er að sækja um á vef bankans.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall