Íslandsbanki Fjármögnun frestar útsendingu greiðsluseðla

18.06.2010

Vegna óvissu sem ríkir um hvernig endurreikna skal höfuðstól og mánaðarlegar greiðslur af gengistryggðum bílalánum og bílasamningum í kjölfar dómsúrskurðar Hæstaréttar þann 16. júní síðastliðinn hefur Íslandsbanki Fjármögnun ákveðið að fresta útsendingu greiðsluseðla vegna gengistryggðra bílalána og bílasamninga um næstu mánaðarmót. Þetta kann að hafa í för með sér að leigutími gengistryggðra bílalána og bílasamninga lengist um einn mánuð.

Óski viðskiptavinir eftir því að greiða afborgun þann 1. júlí samkvæmt upphaflegum samningsskilmálum er þeim bent á síðu Íslandsbanka Fjármögnunar - islandsbanki.is/fjarmognun

Jafnframt hefur Íslandsbanki tímabundið hætt öllum innheimtuaðgerðum vegna gengistryggðra bílalána og bílasamninga.

Íslandsbanki vill ítreka fyrri yfirlýsingar um að þeir viðskiptavinir sem þegar hafa nýtt sér úrræði bankans vegna gengistryggðra bílalána hafa ekki fyrirgert mögulegum betri rétti sínum.

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall