Afkoma Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi 2010

01.07.2010 - Uppgjör

Afkoma Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi 2010 var samkvæmt óendurskoðuðum árshlutareikningi jákvæð um 3,6 milljarða króna og er tekjuskattur tímabilsins áætlaður 807 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall bankans var 20,8% sem er hærra en það 16% lágmark sem FME hefur sett bankanum. Arðsemi eigin fjár var 15,3%.

Helstu niðurstöður

 • Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 3,6 ma. kr. eftir skatta og er tekjuskattur áætlaður 807 milljónir króna.
 • Hreinar vaxtatekjur námu 10,5 ma. kr.
 • Hreinar þóknanatekjur námu 1,7 ma. kr.
 • Kostnaðarhlutfall á fyrsta ársfjórðungi 2010 var 36%.
 • Meðal stöðugildi samstæðunnar á tímabilinu voru 1.026.
 • Heildarstærð efnahagsreiknings þann 31.03.10 var 699,9 ma.kr.
 • Heildarútlán til viðskiptavina og fjármálafyrirtækja námu um 568 ma. kr. og innlán námu um 465 ma. kr. í lok tímabilsins.
 • Eigið fé í lok ársfjórðungsins nam 95,7 ma. kr.
 • Eiginfjárhlutfall (CAD) við lok tímabilsins var 20,8%.
 • Vaxtamunur af meðalstöðu heildareigna var 5,9%.
 • Hlutfall heildarinnlána af heildarútlánum var 82% í lok tímabilsins.
 • Arðsemi eigin fjár fyrir tímabilið var 15,3% á ársgrundvelli.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

„Rekstur bankans gekk vel á fyrsta ársfjórðungi og er uppgjörið í takt við áætlanir. Það er ljóst að nokkur óvissa ríkir um íslensk lán sem tengd eru erlendum myntum í kjölfar dómsniðurstöðu Hæstaréttar nýverið.   Íslandsbanki er vel í stakk búinn til þess að takast á við þá óvissu enda er bankinn með sterkt eiginfjárhlutfall eða um 20,8% miðað við 16% lágmarksviðmið Fjármálaeftirlitsins".

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall