Nýr framkvæmdastjóri

06.08.2010

Sigríður Olgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka og mun hún bera ábyrgð á upplýsingatækni, rekstri,  bakvinnslu og gæðamálum.

Sigríður hefur starfað innan hugbúnaðar- og upplýsingatæknigeirans frá árinu 1988 og hefur því víðtæka reynslu á því sviði. Hún er með MBA gráðu í alþjóðastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er einnig menntaður rekstrarfræðingur frá Endurmenntun HÍ og kerfisfræðingur frá Tietgenskolen EDB skolen í Óðinsvéum í Danmörku.

Sigríður var framkvæmdastjóri Ax hugbúnaðarhúss frá 2001-2006 en áður hafði hún starfað sem framkvæmdastjóri Ax Business Intelligence A/S, í Danmörku frá 1999-2001. Þá var hún forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Tæknivals hf. á árunum 1997 – 1999. Sigríður starfaði um hríð sem framkvæmdastjóri hjá Símanum þar sem hún vann m.a. að viðskiptaþróun og  fjárfestingum og var forstjóri Humac frá 2007-2008. Hún hefur setið í fjölda stjórna bæði hérlendis og erlendis. Sigríður er gift Sigurjóni Gunnarssyni og eiga þau tvær dætur.

Um er að ræða hluta af skipulagsbreytingum sem kynntar voru innan bankans fyrir nokkru, þar sem rekstrar- og upplýsingatæknimál, sem áður voru hluti af Fjármálasviði eru sett undir sérstakt svið. Á sama tíma flytjast Fjárstýring, samskipti við lánastofnanir, lánshæfismatsfyrirtæki og fjárfesta undir Fjármálasvið sem Sigrún Ragna Ólafsdóttir stýrir.

Þá hafa verið dregin skarpari skil á milli starfsemi útlánaeininga (Viðskiptabankasvið og Fyrirtækjasvið) og þeirra sviða sem starfa á fjárfestinga- og fjármálmarkaði (Eignastýring og Markaðir). Eignastýring og Markaðir starfa sem sjálfstæðar tekjueiningar en samhliða flyst Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka undir Markaði.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall