Íslandsbanki gefur út skýrslu um jarðhitamarkaðinn í Kanada

11.08.2010

Íslandsbanki hefur gefið út skýrslu sem fjallar um jarðhitamarkaðinn í Kanada en bankinn er þátttakandi á árlegum fundi Jarðhitaorku samtaka Kanada (Canadian Geothermal Energy Associationas, CanGEA) sem haldinn er í Vancouver um þessar mundir.  Í skýrslunni er fjallað um möguleika Kanada í þróun á nýtingu jarðvarma til orkuframleiðslu með sérstaka áherslu á þau fyrirtæki sem starfa í þeim  geira. Kanadísk orkufyrirtæki hafa lítið nýtt jarðvarma til orkuframleiðslu í Kanada, þrátt fyrir hafa verið stórir þátttakendur á alþjóðamarkaði við þróun á nýtingu slíkrar orku, meðal annars í Bandaríkjunum. 

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að of lítil þróun á nýtingu orku úr jarðvarma á sér stað í Kanada, aðallega vegna lítils stuðnings Kanadíska ríkisins við rannsóknir í þessum geira, og einnig vegna óhagstæðs lagaumhverfis.  Til þess að ýta undir þróun á þessu sviði þarf að gera breytingar á lagaumhverfi og bjóða fjárhagslega hvata fyrir þau fyrirtæki sem starfa við rannsóknir á nýtingu arðvarma í Kanada.  Í Kanada er engin starfandi virkjun sem framleiðir orku úr jarðvarma, en vatnsaflsvirkjanir eru algengastar við raforkuframleiðslu þar í landi.  Virkjanir sem virkja jarðvarma myndu því nýtast Kanada vel við að auka framleiðslu endurnýtanlegrar orku og um leið auka fjölbreytni framleiðslu í þeim geira.

Það var orkuteymi Íslandsbanka sem vann skýrsluna, en hægt er að nálgast hana á vefslóðinni www.islandsbanki.is/energy. Skýrslan er gefin út á ensku.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall