Endurútreikningur erlendra bílalána í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar

16.09.2010

Íslandsbanki hefur í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar einsett sér að flýta vinnu varðandi uppgjör og endurútreikning erlendra bílalána, kaupleigusamninga og einkaleigusamninga. Niðurstaða þeirrar vinnu mun liggja fyrir um miðjan október næstkomandi í þeim tilvikum þar sem ekki hefur verið um yfirtökur eða uppgreiðslur á lánasamningum að ræða.

Nánari tímasetning vegna endurútreiknings annarra samninga liggur ekki fyrir, en upplýsingar um það verða settar á vefsíðu Íslandsbanka um leið og hún er orðin ljós. Hér er sérstaklega átt við samninga sem hafa skipt um leigutaka (yfirteknir samningar) og samninga sem hafa verið uppgreiddir.

Endurgreiðslur við uppgjör vegna lána sem undir dóminn falla hafa lítil áhrif á lausafjárhlutföll bankans. Lausafjárstaðan er sterk og lausafjárhlutföll vel yfir því sem reglur Seðlabanka gera kröfu um.

Viðskiptaráðherra hefur boðað löggjöf þar sem tekið verður á lögmæti erlendra húsnæðislána. Á meðan  beðið er boðaðrar löggjafar hvetur Íslandsbanki viðskiptavini með erlend húsnæðislán til að nýta sér þau tímabundnu úrræði sem bankinn býður og bendir sérstaklega á þann möguleika að greiða 5000 krónur af hverri milljón.

Eins og fram kemur í hálfsársuppgjöri Íslandsbanka hefur bankinn metið áhrif mögulegra niðurstaðna dómstóla vegna erlendra lána á eiginfjárhlutfall bankans.  Að fenginni þessari niðurstöðu Hæstaréttar er ljóst bankinn að mun áfram uppfylla kröfur Fjármálaeftirlitsins um 16% eiginfjárhlutfall.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall