Median selt í opnu söluferli

16.09.2010

Frumtak hefur keypt u.þ.b. 70% hlutafjár í Median - Rafræn miðlun hf.  Seljandur hlutarins eru Drómi hf. og Miðengi ehf.,eignarhaldsfélag Íslandsbanka, en Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur annast ráðgjöf og söluferli á Median - Rafrænni miðlun síðan í maí á þessu ári.  Um opið söluferli var að ræða þar sem öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylltu ákveðin skilyrði var boðið að taka þátt.  Markmið Frumtaks með kaupunum er að samnýta  tækni og markaðsstarf fyrirtækjanna Median og HandPoint, en bæði fyrirtækin starfa á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar.

Median - Rafræn miðlun hf. er hugbúnaðar- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að skapa fyrirtækjum lausnir á sviði færslumiðlunar og rafrænna viðskipta. Lausnir þeirra eru notaðar af hundruðum fyrirtækja, bæði innanlands og erlendis, beint og í gegnum samstarfsaðila.  Félagið er stofnað 1993 og byggir því á traustum grunni.  Þjónustuframboð félagsins lýtur bæði að tækni sem og þjónustulausnum sem hafa verið þróaðar til að leysa þarfir viðskiptavina þess þegar kemur að rafrænni greiðslumiðlun.

„Median er ákjósanlegur fjárfestingakostur fyrir Frumtak" sagði dr. Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks.  „Frumtak hefur þegar fjárfest í HandPoint ehf., sem hefur þróað greiðslulausnir fyrir handtölvur og þess vegna sjáum við mikil tækifæri til þess að tengja þessar lausnir við þjónustuframboð Median og markaðssetja þessar lausnir erlendis. Við væntum mikils af fyrirtækjunum og erum sérstaklega spennt að sjá þau nýta sérþekkingu sína í sölu á greiðslulausnum á erlendum mörkuðum.  Þarna eru mikil tækifæri sem nú er hægt að nýta betur".

Frumtak er samlagssjóður í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, sex af stærstu lífeyrissjóðum landsins og bankanna þrigga. Frumtak fjárfestir í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem þykja vænleg til vaxtar og útrásar.  Markmið Frumtaks er að byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði og um leið skilað góðri ávöxtun til fjárfesta. Frumtak fjárfestir í fyrirtækjum sem eru komin af klakstigi og er áskilið að fyrir liggi ítarlegar viðskiptaáætlanir.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall