Íslandsbanki gefur út skýrslu um bandarískan sjávarútveg

23.09.2010

Íslandsbanki hefur á ný greiningu á sjávarútvegi í Bandaríkjunum með útgáfu nýrrar skýrslu sem kynnt er á árlegri ráðstefnu NFI (National Fisheries Institute) í Chicago í þessari viku. Bandaríkin eru einn mikilvægasti sjávarafurðamarkaður heims, bæði hvað varðar framboð og eftirspurn. Í skýrslunni er fjallað um þróun helstu drifkrafta í bandarískum sjávarútvegi, allt frá veiðum, vinnslu, inn- og útflutningi og þar til fiskurinn er kominn á disk neytandans. Skýrslan er byggð á nýlega útgefnum gögnum frá National Marine Fisheries Service (NMFS) fyrir árið 2009 og nýjum neyslutölum frá National Fisheries Institute, auk gagna frá Hagstofu Bandaríkjanna.

Hjá Íslandsbanka starfar hópur sérfræðinga með mikla þekkingu á sjávarútvegi. Hópurinn er hluti af fyrirtækjasviði bankans og er ábyrgur fyrir samskiptum og þjónustu við innlend og erlend sjávarútvegsfyrirtæki, ásamt útgáfu greiningarefnis og skýrslna um sjávarútveg víða um heim.

Skýrsluna er hægt að nálgast á  www.islandsbanki.is/fiskur.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall