Endurútreikningur bílalána hjá Íslandsbanka

05.10.2010

Síðastliðinn föstudag opnaði Íslandsbanki Fjármögnun fyrir endurútreikning á hluta af bílalánum, bílasamningum og kaupleigusamningum í erlendri mynt.  Viðskiptavinir sem hafa verið greiðendur á láni frá útgáfudegi geta nú skoðað stöðu lánsins á vefsvæði Íslandsbanka, islandsbanki.is/fjarmogun og gengið frá beiðni um endurútreikning.  Mikil vinna liggur að baki þessum áfanga og hafa starfsmenn Íslandsbanka Fjármögnunar ásamt fleiri starfsmönnum bankans unnið sleitulaust síðustu misseri við að því að klára þessa vinnu. Alls eru rúmlega 5.000 lán sem hafa verið endurreiknuð í þessum fyrsta áfanga.  Í næsta áfanga verða endurreiknuð þau lán sem hafa verið uppgreidd hjá Íslandsbanka Fjármögnun og er reiknað með að þeir útreikningar liggi fyrir í nóvember.  Enn ríkir óvissa um það hvernig haga skuli uppgjöri lána sem hafa verið yfirtekin á lánstíma og því er ekki ljóst hvenær niðurstaða fæst í þeim tilvikum.

Íslandsbanki Fjármögnun er fyrsta fyrirtækið á markaðnum til að kynna endurútreikninga fyrir sína viðskiptavini og hafa alls 840 viðskiptavinir nú sent inn beiðni um að ganga frá endurútreikningi í gegnum netið eða með því að hafa beint samband við starfsmenn. Mikið álag er því á starfsmenn Íslandsbanka Fjármögnunar, útibúa og þjónustuvers um þessar mundir og biðjum við því viðskiptavini velvirðingar ef einhverjar tafir verða á afgreiðslu.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á slóðinni islandsbanki.is/fjarmognun.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall