Ísland með afgerandi forystu

29.10.2010

Ný skoðanakönnun sem Capacent framkvæmdi í 35 löndum að frumkvæði Íslandsbanka sýnir að Ísland nýtur mikillar virðingar og trausts þegar kemur að jarðhitanýtingu. Könnunin var framkvæmd dagana 22. september til 4. október og var úrtakið samsett af áskrifendum að vefnumi ThinkGeoEnergy.com, sem er alþjóðleg vefsíða fyrir fagfólk um jarðhitamál, og viðskiptavinum Íslandsbanka á jarðhitasviði víða um heim.

Alls var úrtakið 935 aðilar. Svarhlutfall var 27,9% sem þykir ásættanlegt og vel marktækt þegar kemur að könnunum á sérhæfðum mörkuðum að sögn sérfræðinga Capacent sem unnu könnunina.  Þegar spurt var; „Hvaða land kemur fyrst upp í hugann þegar þú hugsar um jarðhitaorku?" kom sérstaða og forysta Íslands á þessu sviði berlega í ljós. Niðurstöðurnar voru þessar:

Ísland er einnig með afgerandi forystu þegar þátttakendur voru beðnir um að meta hvaða land væri fremst á sviði fræðslu, háskólamenntunar og þjálfunar í tengslum við jarðhitanýtingu. Þar fékk Ísland rúmlega 55% allra svara.

„Niðurstöður könnunar gefa ágæta vísbendingu um að Íslendingar eru hátt metnir á heimsvísu á sviði jarðhita og að mikill árangur hefur náðst. Það er hins vegar ljóst þessi forysta helst ekki nema því aðeins að þróun jarðhitanýtingar haldi áfram hér á landi. Það er því mikilvægt að hlúa að þessari þekkingu en um leið efla útflutning á þekkingu á þessu sviði í gegnum ráðgjafastarfsemi erlendis. Við höfum þegar séð íslensk verkfræðifyrirtæki gera góða hluti hvað það varðar."

Niðurstöður könnunarinnar voru birtar á Alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Sacramento í Bandaríkjunum í vikunni auk nýrrar skýrslu Íslandsbanka um bandaríska jarðhitamarkaðinn.

Mánudaginn 1. nóvember nk. fer fram ráðstefna um rannsókn um klasamyndun í íslenskum jarðhitaiðnaði sem leidd er af Harvard prófessorinn Michel Porter og er Íslandsbanki í hópi bakhjarla ráðstefnunnar.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall