Staðfesta þarf endurútreikning bílalána fyrir 21. nóvember

18.11.2010

Rúmlega fjögur þúsund viðskiptavinir hafa nú staðfest endurútreikninga á bílalánum í erlendri mynt hjá Íslandsbanka Fjármögnun. Er það rúmlega helmingur þeirra lána sem verða endurreiknaðir nú í fyrsta áfanga, en þar er um að ræða lán sem hafa verið með sama greiðanda frá upphafi. Þessa dagana eru starfsmenn Íslandsbanka Fjármögnunar að ganga frá skjalagerð og uppgjöri lánanna og hefur vinnan við endurútreikning almennt gengið vel og fengið góðar viðtökur viðskiptavina. Viðskiptavinir þurfa að staðfesta endurútreikningana á vefsíðu Íslandsbanka Fjármögnunar og ákveða hvernig ráðstafa eigi inneign hjá Íslandsbanka ef um slíkt er að ræða.

Þrátt fyrir góðar viðtökur viðskiptavina eiga allmargir þeirra eftir að staðfesta endurútreikninginn á sínum lánum, en frestur til þess er til 21. nóvember næstkomandi. Starfsmenn Íslandsbanka eru þessa dagana að hringja í þessa viðskiptavini og leiðbeina þeim í gegnum ferlið. Ef ekki næst í viðkomandi viðskiptavin fyrir 21. nóvember telst endurútreikningur staðfestur og ofgreiðslu verður ráðstafað inná höfuðstól lánsins ef um slíkt er að ræða.

Í næsta áfanga verða endurreiknuð þau lán sem hafa verið uppgreidd hjá Íslandsbanka Fjármögnun og verður uppgjör þeirra birt á sama hátt og áður á aðgangsstýrðu vefsvæði Íslandsbanka Fjármögnunar.

„Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og því höfum við ákveðið að hringja í þá viðskiptavini sem ekki hafa gengið frá endurútreikningnum nú í fyrsta áfanga. Það er markmiðið að viðskiptavinir fái sem allra bestu upplýsingar um endurútreikning bílalána og það er afar ánægjulegt hversu góðar viðtökur við höfum fengið frá viðskiptavinum við framsetningu útreikninganna á vefnum og ferlinu í heild."

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall