Útibúið við Gullinbrú 20 ára

19.11.2010

Útibú Íslandsbanka við Gullinbrú er 20 ára í dag en það var stofnsett þann 19. nóvember 1990. Útibúið var það fyrsta sem var stofnað undir merkjum Íslandsbanka, eftir sameiningu Verslunarbankans, Iðnaðarbankans, Útvegsbankans og Alþýðubankans. Starfsemi útibúsins hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin og þar starfa nú 15 starfsmenn, en útibúið þjónustar allan Grafarvoginn og Árbæjarhverfi auk fjölda fyrirtækja í nágrenninu.

Margt verður gert til skemmtunar í tilefni dagsins og blásið verður til afmælisfagnaðar milli kl. 9-16 í dag. Meðal annars munu börn frá skákdeild Fjölnis bjóða í tafl, lifandi tónlist verður spiluð fyrir gesti og svo verður Lalli töframaður á staðnum og skemmtir börnum á öllum aldri frá kl. 12-16. Einnig verða ljósmyndir úr ljósmyndakeppni barna og unglinga í hverfinu til sýnis í útibúinu. Við hvetjum alla sem geta til að kíkja við í útibúinu í dag taka þátt í afmælinu með starfsfólki og viðskiptavinum.

Útibúið gaf nýlega út fréttabréf sem dreift var til allra íbúa í nágrenningu.

Til hamingju með daginn starfsfólk Íslandsbanka við Gullinbrú!!

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall