Mikil ánægja með efnahagsfundi Íslandsbanka

29.11.2010

Síðasta mánuðinn hafa verið haldnir 7 efnahagsfundir með fulltrúum fyrirtækja í viðskiptum við Íslandsbanka víða um landið. Fyrsti fundurinn var haldinn á Húsavík miðvikudaginn 20. október og síðasti fundurinn var í Reykjavík miðvikudaginn 23. nóvember.

Á fundunum hefur Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka fjallað um stöðu og horfur í efnahagsmálum auk þess sem Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hefur á nokkrum fundanna rætt um skuldavanda fyrirtækja og mögulegar lausnir á honum. Einnig hafa nokkrir viðskiptavinir haldið erindi um sín fyrirtæki og hvernig þau hafa siglt í gegnum þann ólgusjó sem verið hefur í hinu íslenska efnahagsumhverfi síðustu misserin.

Tilgangur þessara funda var að hitta viðskiptavini og upplýsa þá um sýn bankans á stöðu mála en ekki síður að fá að heyra hvað þeir hafa að segja og hlusta á skoðanir þeirra um fortíð, nútíð og framtíð íslensks fjármála- og efnahagslífs.

Óhætt er að segja að fundirnir hafi verið afar vel heppnaðir, fjölsóttir og líflegir. Fundarröðin endaði með stórum fundi á Grand Hótel í Reykjavík sl. miðvikudag.

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall