Sveitarfélagið Borgarbyggð eignast hús Menntaskóla Borgarfjarðar

06.12.2010

Nýlega undirrituðu Íslandsbanki og sveitarfélagið Borgarbyggð samning um kaup Borgarbyggðar á mennta- og menningarhúsinu að Borgarbraut 54 í Borgarnesi þar sem m.a. Menntaskóli Borgarfjarðar er starfræktur. Sveitarfélagið kaupir þar með fasteignina af Íslandsbanka en bankinn hafði áður eignast hana á uppboði. Upphaflega var húsið í eigu Fasteignafélagsins Menntaborgar. Hjá báðum aðilum var lögð áhersla á að fasteignin kæmist í eigu sveitarfélagsins enda var það farsælasta lausn fyrir alla aðila og ylli sem minnstu raski á starfsemi Menntaskóla Borgarfjarðar.  Starfsmenn fyrirtækjasviðs Íslandsbanka unnu að samningum við sveitarfélagið og gengu samningarnir afar vel fyrir sig.

Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri í Borgarbyggð segist ánægður með þessa niðurstöðu, hún sé hagstæð fyrir sveitarfélagið og mikilvæg fyrir alla þá fjölbreyttu starfsemi sem rekin er í húsinu.   En auk þess að hýsa Menntaskóla Borgarfjarðar, Dansskóla Evu Karenar, Ungmennahús og skrifstofu RÚV á Vesturlandi er glæsileg aðstaða fyrir sviðslistir, tónleika og ráðstefnuhald í húsinu.

Meðfylgjandi mynd er tekin við undirritun samninganna, en á myndinni sjást fulltrúar Íslandsbanka og sveitarfélagsins Borgarbyggðar.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall