Útibú Íslandsbanka styrkir Fjölskylduhjálpina

09.12.2010

Útibú Íslandsbanka í Reykjanesbæ hefur ákveðið að styrkja starfsemi Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ um sem nemur 2,5 milljónir króna. Styrkurinn rennur beint til kaupa á nauðsynjavöru fyrir skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar á svæðinu.

Í dag, 9. desember, opnaði Fjölskylduhjálpin dreifingamiðstöð í Reykjanesbæ og var styrkurinn afhentur að því tilefni.

Sighvatur Ingi Gunnarsson, útibústjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ, afhenti fulltrúum fjölskylduhjálparinnar styrkinn í útibúi bankans í dag.  Hann segir ljóst að efnahagskreppan hafi komið hart niður á Reyknesingum. „Starf Fjölskylduhjálparinnar er afar mikilvægt og með þessu viljum við hjá útibúi Íslandsbanka í Reykjanesbæ leggja okkar að mörkum til að standa vörð um þá sem minnst mega sín í samfélaginu. Við stöndum auk þessa fyrir jólagjafasöfnun í útibúi bankans þar sem fólk getur komið með aukagjöf, pakkað inn og komið fyrir undir tré. Við komum gjöfunum svo til skila til Jólaaðstoðarinnar“.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall