Eignastýring Íslandsbanka verður VÍB að nýju

30.12.2010

Ákveðið hefur verið að Eignastýring Íslandsbanka starfi undir merkjum VÍB á nýju ári. Þetta er gert sem liður í að aðgreina eignastýringarstarfsemi Íslandsbanka á skýran hátt frá bankastarfsemi á sama tíma og starfsemi og þjónusta einingarinnar verður efld enn frekar. VÍB mun leitast við að veita viðskiptavinum afburðaþjónustu á sviði sparnaðar, eignastýringar og verðbréfaviðskipta með fagmennsku og langtímaárangur að leiðarljósi. VÍB verður staðsett á Kirkjusandi og mun eftir sem áður þjóna viðskiptavinum Íslandsbanka í samvinnu við útibú bankans auk þess að þjóna sparifjáreigendum og öðrum fjárfestum óháð öðrum viðskiptum við Íslandsbanka.

Eignastýringarstarfsemi Íslandsbanka var rekin undir merkjum VÍB á árunum 1986-2001. VÍB var frumherji á sviði eignastýringar og lagði mikla áherslu á fagleg vinnubrögð og fræðslu til fjárfesta.

Á síðastliðnum tveimur árum hafa verið stigin fjölmörg skref í því að styrkja undirstöður Eignastýringar Íslandsbanka og byggja þannig umgjörð að traust geti ríkt um sjálfstæði og fagmennsku á hverjum tíma. Skýr aðgreining eignastýringarstarfsemi frá annarri starfsemi bankans er enn eitt skrefið í þessari þróun en mikil áhersla hefur verið lögð á að styrkja skipulag, verkferla, upplýsingakerfi, innra eftirlit og áhættustýringu.

Hið nýja VÍB verður einn stærsti eignastýringaraðilinn á íslenskum markaði með hundruð milljarða króna í stýringu fyrir viðskiptavini sína. VÍB mun bjóða upp á breitt þjónustu- og vöruframboð á sviði almenns sparnaðar, eignastýringar og lífeyrismála. Helstu samstarfsaðilar verða Íslandssjóðir, bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Vanguard og DnBNOR Asset Management í Noregi.

„Þetta er enn eitt skrefið hjá okkur í að efla sjálfstæði Eignastýringar Íslandsbanka og aðgreina hana á skýran hátt frá annarri bankastarfsemi. Þetta skref endurspeglar þá stefnu okkar að starfsemi eignastýringar sé á hverjum tíma skipulögð með þeim hætti að sjálfstæði hennar sé hafið yfir allan vafa."

„Tímasetning nafnabreytingarinnar er ekki tilviljun. Við höfum verið að styrkja innviði og umgjörð Eignastýringar sem mun á nýju ári skila sér með áþreifanlegum hætti í bættri þjónustu til viðskiptavina."

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall