Endurútreikningur erlendra húsnæðislána

30.12.2010

Nýlega voru samþykkt lög frá Alþingi Íslendinga er varða endurútreikning erlendra lána einstaklinga með veði í íbúðarhúsnæði. Einnig var undirritað samkomulag milli stjórnvalda og fjármálafyrirtækja um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Innan Íslandsbanka er allt kapp lagt á að þessar aðgerðir komi til framkvæmda eins fljótt og auðið er. Hér að neðan eru nánari upplýsingar um hvora aðgerð fyrir sig.

Í samræmi við nýsett lög frá Alþingi mun Íslandsbanki endurútreikna húsnæðislán í erlendri mynt auk annarra erlendra lána með veði í eigin íbúðarhúsnæði. Lánin verða endurreiknuð miðað við lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæðum í frumvarpinu og verður þeim breytt í lán í íslenskum krónum. Viðskiptavinir munu fá bréf um framkvæmd endurútreikningana í byrjun nýs árs. Útreikningar verða aðgengilegir í Netbanka Íslandsbanka þegar þeir liggja fyrir, en stefnt er að því að endurútreikningur fyrstu lánanna verði birtur þann 15. febrúar næstkomandi.

Samkvæmt bráðabirgðaútreikningum Íslandsbanka lækkar höfuðstóll erlendra húsnæðislána allt að 40% við endurútreikning en lækkun höfuðstóls hvers láns veltur á myntsamsetningu þess, hvenær lánið var tekið og hversu mikið hefur verið greitt af því yfir lánstímann.

Þar til endurútreikningar fara fram stendur viðskiptavinum áfram til boða að greiða mánaðarlega fasta krónutölu, kr. 5000, af hverri upphaflegri milljón lánsins.

Nýlega var undirrituð viljayfirlýsingu ríkisstjórnar, fjármálafyrirtækja, Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Í yfirlýsingunni eru tekin til þau úrræði sem standa lántakendum til boða. Yfirveðsett heimili munu skv. samkomulaginu geta fengið skuldir lagaðar að 110% að verðmæti fasteignar. Verið er að skilgreina þá hópa viðskiptavina sem falla undir þetta úrræði og unnið er að nánari útfærslu á úrræðinu í samstarfi við aðila samkomulagsins.

Þá er unnið að því að aðlaga sértæka skuldaaðlögun bankans að því sem kemur fram í ofangreindri viljayfirlýsingu. Stefnt er að því að hringja í alla þá sem falla munu undir skilyrði sértækrar skuldaaðlögunar á nýju ári og að því verði lokið fyrir 1. maí 2011 eins og kveðið er á um í samkomulaginu.

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall