Gjaldmiðlaskiptasamningur við Seðlabanka Íslands

03.01.2011

Íslandsbanki hefur gert gjaldmiðlaskiptasamning við Seðlabanka Íslands sem miðar að því að leiðrétta gjaldeyrismisvægi vegna þeirra eigna í erlendum gjaldmiðlum í bókum Íslandsbanka sem skila tekjum í erlendri mynt.  Samningurinn felur það í sér að á næstu fimm árum mun Íslandsbanki greiða Seðlabanka Íslands jafnvirði 48 milljarða íslenskra króna í erlendri mynt. Seðlabanki Íslands mun á sama tíma greiða Íslandsbanka sömu fjárhæð í íslenskum krónum.

Íslandsbanki hefur frá stofnun stefnt að því að lágmarka misvægi eigna og skulda í erlendri mynt. Með þeim samningi sem nú hefur verið undirritaður er stigið mikilvægt skref í þá átt og uppfyllir bankinn eftir sem áður allar reglur Seðlabankans um gjaldeyrisjöfnuð.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall