Kaupsamningur um eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum

19.01.2011

Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. hefur samið um sölu 834.481.001 hluta í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. („Sjóvá"), sem samsvarar 52,4% af útistandandi hlutafé. Kaupandi er SF1 sem er fagfjárfestasjóður í rekstri Stefnis hf. Stefnir hf. er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem rekur innlenda og alþjóðlega verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta. Kaupsamningurinn er niðurstaða söluferlis sem hófst á síðasta ári.

Hluthafar Sjóvár hófu opið söluferli á félaginu snemma á síðasta ári, sem fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur haft umsjón með. Söluferlið hófst með auglýsingum í fjölmiðlum og var veruleg þátttaka bæði innlendra og erlendra fjárfesta í því. Viðræður voru teknar upp við hæstbjóðendur. Innan þess fjárfestahóps var fagfjárfestasjóðurinn SF1 meðal bjóðenda, og stóðu viðræður yfir fram í nóvember síðastliðinn þegar þeim var slitið af fjárfestahópnum. Eftir það endurnýjaði SF1 tilboð sitt til Eignasafns Seðlabanka Íslands og samningar tókust um kaupin.

Kaupsamningurinn sem nú hefur verið undirritaður er háður skilyrðum um tiltekin atriði, þ.á m. samþykki Fjármáleftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins, upplýsingaöflun um tiltekna þætti í rekstri félagsins og endanlega samninga um fjármögnun kaupanna. Markmið samningsaðila er að skilyrði kaupanna verði uppfyllt og afhending eignarhlutarins eigi sér stað innan fárra mánaða. Kaupandi stefnir að því að halda áfram góðum og þróttmiklum rekstri Sjóvár en stefnt er að skráningu fyrirtækisins á hlutabréfamarkað innan fárra ára.

Sjóvá er alhliða vátryggingafélag með rúmlega með 28% markaðshlutdeild og um 70 þúsund viðskiptavini. Hjá félaginu starfa um 200 manns og er félagið með starfsemi um allt land. Á síðasta ári var velta Sjóvá um 12 milljarðar króna.

Nánari upplýsingar um kaupin verða veittar samhliða frágangi viðskiptanna þegar umrædd skilyrði hafa verið uppfyllt.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall