Eignastýring Íslandsbanka heitir VÍB frá deginum í dag!

01.02.2011

Eignastýring Íslandsbanka mun í dag taka formlega upp nafnið VÍB sem er sama nafn og eignastýringarfyrirtæki Íslandsbanka starfaði undir á árunum 1986-2001. VÍB verður áfram hluti Íslandsbanka en breytingin felur þó í sér skýrari aðgreiningu milli bankastarfsemi og eignastýringarþjónustu. Undir VÍB mun vera starfrækt alhliða eigna og verðbréfaþjónusta með áherslu á fagmennsku og fræðslu.

VÍB mun leggja mikla áherslu á fræðslu fyrir fjárfesta og sparifjáreigendur og verða reglulegir fræðslufundir haldnir í höfuðstöðvum Íslandsbanka á Kirkjusandi sem og víðsvegar um landið.  Á nýjum og glæsilegum vef VÍB, www.vib.is, verða fréttir, fræðsla og upplýsingar um markaði og vísitölur. Þar er að finna pistla um ýmis mál tengdum markaði og fjármálum, auk lista yfir helstu hugtökin sem notuð eru í tali um fjármál og efnahagslíf. Þar gefst viðskiptavinum einnig kostur á að skoða fræðsludagskrá VÍB og skrá sig á þá fræðslufundi sem eru í boði hverju sinni.

VÍB er leiðandi á íslenskum markaði með hundruð milljarða króna í eignastýringu og vörslu fyrir tugi þúsunda viðskiptavina, allt frá einstaklingum til fagfjárfesta.  VÍB býður upp á breitt þjónustu og vöruframboð á sviði almenns sparnaðar, eignastýringar og lífeyrismála. Helstu samstarfsaðilar eru Íslandssjóðir, Vanguard Group og DNB Nor Asset Management í Noregi.

Í tilefni af breytingu á nafni Eignastýringar Íslandsbanka yfir í VÍB var í dag gefið út VÍB blaðið og var því dreift með Fréttablaðinu.

Skoða VÍB blaðið

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall