Opinn fundur VÍB í kvöld um sparnað og fjárfestingar

03.02.2011

VÍB, eignastýring Íslandsbanka, stendur fyrir fundi kl. 20:00 á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Sparnaður og fjárfestingar 2011". Góður áhugi er á fundinum og hafa nú á annað hundrað manns skráð sig en fundurinn er öllum opinn. Tekið er við skráningum á vef VÍB og í síma 440 4900.

Á fundinum munu sérfræðingar VÍB og Íslandsbanka fjalla um efnahagsumhverfið og málefni er tengjast sparnaði og fjárfestingum. Húsið verður opnað kl. 19:30 og er dagskráin sem hér segir:

20:00 - Fundur settur
20:10 - Hvenær kemur endurreisnin? - Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur Greiningar Íslandsbanka
20:30 - Einföld ráð sem sagan kennir - Haraldur Gunnarsson, viðskiptastjóri Fagfjárfestaþjónustu VÍB
20:50 - Þjónusta VÍB í sparnaði - Kjartan Smári Höskuldsson og Björn Berg Gunnarsson frá VÍB

Eitt af aðal áherslum VÍB er að bjóða upp á öfluga fræðslu fyrir sparifjáreigendur og fjárfesta. Á næstu vikum og mánuðum mun VÍB standa fyrir fjölmörgum fundum um sparnað og fjármál  um land allt.  Nánari upplýsingar um fræðsludagskrá VÍB í febrúar og mars má nálgast á vef VÍB.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall