Miðengi eignast 71% hlut í Bláfugli ehf. og IG Invest

01.03.2011

Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, fer nú með 71% eignarhlut í félögunum Bláfugli og IG Invest í gegnum eignarhald sitt á SPW ehf. en Bláfugl og IG Invest eru að fullu í eigu SPW.  Félögin voru áður hluti af samstæðu Icelandair Group.  Glitnir Banki er eigandi 29% hlutafjár í SPW ehf.

Breytingin á eignarhaldi kemur til í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar Íslandsbanka og Glitnis á Icelandair Group.

IG Invest heldur utan um fjárfestingar í fjórum 787 vélum frá Boeing.

Bláfugl er með starfssemi á sviði vöruflutninga og er með leigu á fragtflugvélum. Félagið er með höfuðstöðvar á Íslandi og hefur verið starfandi frá árinu 1994. Áttatíu manns starfa hjá Bláfugli.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær eignarhlutirnir verða settir í söluferli.

Forstjóri Bláfugls er Skúli Skúlason.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall