Söluferli Sjóvár - Gagnaöflun og fjármögnun lokið fyrir 18. mars

01.03.2011

Þann 19. janúar sl. var tilkynnt um kaup fagfjárfestasjóðsins SF1 á 52,4% eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Jafnframt var greint frá því að kaupsamningurinn sem þá hafði verið undirritaður væri háður skilyrðum um tiltekin atriði, þ.á.m. um upplýsingaöflun um tiltekna þætti í rekstri félagsins og endanlega samninga um fjármögnun kaupanna.

Ljóst er að sá tími sem áætlaður var fyrir þennan þátt viðskiptanna var vanáætlaður. Í því sambandi má nefna að ráðgert er að endurskoðaður ársreikningur félagsins verði tilbúinn innan fárra daga. Er nú miðað við að þessum þætti samninganna verði lokið þann 18. mars og að formleg erindi vegna kaupanna verði send til Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins í kjölfarið, en ekki lok febrúar eins og áður var ráðgert.

Það er fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka sem hefur umsjón með söluferlinu.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall