Íslandsbanki gefur stærstu greiðslukort í heimi

02.05.2011

Vinningshafar í Eurovision leik Íslandsbanka fengu um helgina afhend stærstu greiðslukort í heimi, hvert með 50.000 kr. inneign. Kortin eru umtalsvert stærri en hefðbundin greiðslukort, eða í stærðinni 40X25 cm samanborið við   8.5X5.5 cm. Kortin eru með fulla virkni á segulrönd sem er á bakhlið kortanna og er því hægt að renna þeim í gegnum kortalesara líkt og kortum í hefðbundinni stærð. Ekki er vitað um stærra greiðslukort í heiminum sem er með fulla virkni líkt og þetta. Visa International hefur ekki framleitt svo stórt kort áður né heldur Oberthur Technologies sem er einn stærsti kortaframleiðandi í heimi.

Það voru Vinir Sjonna sem afhentu vinningshöfum kortin. Þeir tóku einnig taka lagið og veittu áritanir. Íslandsbanki styður við bakið á Eurovision hópnum sem hélt á vit ævintýranna í gær til Þýskalands.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall