Dr. Daniel Levin er nýr stjórnarmaður í Íslandsbanka

03.05.2011

Dr. Daniel Levin, var kjörinn í stjórn Íslandsbanka á aukaaðalfundi sem haldinn var í dag.  Hann kemur í stað Raymond Quinlan sem lét nýverið af störfum sem stjórnarmaður í Íslandsbanka þar sem hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá fjármálafyrirtækinu CIT Group í Bandaríkjunum. Quinlan mun þó áfram sitja í stjórn Glacier Securities sem er dótturfyrirtæki Íslandsbanka í Bandaríkjunum

Dr. Levin er lögmaður með sérþekkingu á stjórnarháttum fyrirtækja. Hann hefur um langt skeið sinnt ráðgjafastörfum fyrir ríkisstjórnir og  þróunarstofnanir um þróun fjármagnsmarkaða og fyrir eftirlitsaðila um innleiðingu siðareglna fyrir fjáramálafyrirtæki. Að auki á Dr. Levin sæti í stjórnsýslunefnd Liechtensten sem vinnur að þekkingarmiðlun milli landa og að eflingu pólitískrar, efnahagslegrar og félagslegrar þróunar.

Auk Dr. Levin sitja í stjórninni Friðrik Sophusson, formaður stjórnar, Árni Tómasson, John E. Mack, Kolbrún Jónsdóttir, Marianne Økland og Neil Graeme Brown. Allir þessi aðilar hafa víðtæka reynslu af stjórnun, stefnumótun og rekstri fjármálafyrirtækja.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall