Hlaupahópar Íslandsbanka

13.05.2011

Í næstu viku fer Íslandsbanki af stað með opna og ókeypis hlaupahópa fyrir alla sem vilja koma sér í form fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Byrjendur eru sérstaklega velkomnir og jafnframt þeir sem ætla sér að fara hálfmaraþon eða heilt maraþon í fyrsta sinn.

Boðið verður upp á þrjá mismunandi hlaupahópa eftir því hvort verið sé að fara 10 km í fyrsta sinn, 10 km með því markmiði að bæta sig, eða hálft eða heilt maraþon.

Þrautreyndir þjálfarar sjá um að leiðbeina. Allir eru velkomnir, við byrjum á mánudaginn 16. maí kl. 17.30 við Kirkjusand (við gula bakhúsið).

Hópur fyrir þá sem vilja fara 10 km skokkandi og gangandi. Aðalmálið er að klára vegalengdina, tíminn er aukaatriði. Stuðst verður við æfingakerfi fyrir algjöra byrjendur sem hannað var af hinum virta bandaríska hlaupaþjálfara Jeffrey Galloway.

Hópur fyrir þá sem vilja fara 10 km hlaupandi, gjarnan með það að markmiði að ná ákveðnum tíma. Stuðst verður við æfingakerfi sem notuð hafa verið með góðum árangri í hlaupahópi Íslandsbanka síðustu ár.

Hópur fyrir þá sem ætla að fara hálft eða heilt maraþon. Stuðst verður við æfingakerfi frá Paul Tergat, fyrrverandi heimsmethafa í hálfu og heilu maraþoni.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall