Íslandsbanki veitir 10 námsstyrki

20.05.2011 - Styrkir

Íslandsbanki veitti 10 framúrskarandi nemendum námsstyrki að heildarupphæð 3,4 milljónir króna í höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi í gær. Í ár bárust 457 umsóknir. Veittir voru fjórir styrkir til framhaldsnáms á háskólastigastigi að upphæð 500 þúsund krónum hver, fjórir styrkir að upphæð 300 þúsund krónur hver til háskólanáms og tveir styrkir til framhaldsskólanáms að fjárhæð 100 þúsund krónur hver.

Dómnefnd skipuðu þau Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, Gylfi Dalmann, dósent við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri Íslandsbanka og Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka.

Í umsögn dómnefndar segir að fjölmargir þættir hafi verið hafðir til hliðsjónar við valið. Allir eigi styrkþegarnir það sameiginlegt að vera afbragðsnámsmenn en að auki hafi mörg þeirra sýnt fram á mikla hæfileika á sviði íþrótta, lista og félagsmála. Það er trú dómnefndar að þetta efnilega fólk muni þegar fram líða stundir láta til sín taka í íslensku atvinnulífi.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall