Afkoma Íslandsbanka fyrsta ársfjórðung 2011

27.05.2011 - Uppgjör

Afkoma Íslandsbanka fyrsta ársfjórðungs 2011 var samkvæmt óendurskoðuðum árshlutareikningi jákvæð um 3.586 milljónir króna og nema áætluð opinber gjöld tímabilsins 1.098 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall bankans var 27,4% sem er töluvert hærra en það 16% lágmark sem FME hefur sett bankanum. Arðsemi eiginfjár var 11,7%.

Helstu niðurstöður

 • Hagnaður bankans nam 3.586 m. kr. eftir skatta sem er það sama og fyrir sama tímabil síðasta árs.
 • Áætluð opinber gjöld tímabilsins námu 1.098 m. kr. Þar af nam áætlaður tekjuskattur 865 m.kr., nýr bankaskattur 55 m. kr. og atvinnutryggingagjald 178 m. kr.
 • Hreinar vaxtatekjur námu 8.061 m. kr. samanborið við 9.149 m. kr. fyrir sama tímabil árið áður. Lækkun vaxta kemur m.a. til vegna lækkunar vaxtatekna af eigin fé og lækkunar vaxtamargínu af innlánum.
 • Nettó gjaldfærsla vegna endurmats lánasafnsins nam 664 m. kr. samanborið við 1.176 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður.
 • Almenn virðisrýrnun nam 171 m. kr. samanborið við 561 m. kr. fyrir sama tímabil árið áður.
 • Hreinar þóknanatekjur námu 1.715 m. kr. samanborið við 1.624 m. kr. fyrir sama tímabil árið áður.
 • Önnur fjármunagjöld námu alls 138 m. kr. samanborið við 385 m. kr. fyrir sama tímabil árið áður.
 • Gengishagnaður tímabilsins nam 202 m. kr. samanborið við 127 m. kr. gengistap fyrir sama tímabil árið áður.
 • Gjaldfært iðgjald á tímabilinu í Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta var 467 m og er þar tekið tillit til væntanlegra breytinga á lögum sjóðsins. kr. Ekki er gjaldfært vegna framtíðarskuldbindinga við sjóðinn.
 • Kostnaðarhlutfall tímabilsins var 52,9% samanborið við 40,4% á sama tímabili árið áður.
 • Heildarstærð efnahagsreiknings í lok mars var 666 ma. kr. samanborið við 683 ma. kr. í árslok 2010.
 • Arðsemi eigin fjár fyrir tímabilið var 11,7% samanborið við 15,3% á sama tímabili árið áður.
 • Eiginfjárhlutfall (total capital ratio) í lok mars nam 27,4% en það lágmark sem FME hefur sett bankanum er 16%. Eiginfjárhlutfall í árslok 2010 var 26,6%.
 • Heildarútlán til viðskiptavina og fjármálafyrirtækja námu um 529 ma. kr., en innlán námu um 410 ma. kr. Heildarútlán í lok árs 2010 námu 546 ma. kr og innlán 423 ma. kr.
 • Hlutfall innlána af útlánum var 77,4% í lok tímabils samanborið við 77,5% í árslok 2010.
 • Eigið fé í lok mars var 124 ma. kr. samanborið við 121 ma. kr. í árslok 2010.
 • Meðal stöðugildi samstæðunnar á tímabilinu voru 1.139 samanborið við 1.018 meðalstöðugildi á sama tímabili árið áður. Aukningin er m.a. tilkomin vegna nýrra dótturfélaga í samstæðunni á fyrsta ársfjórðungi ársins.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

„Rekstur bankans á fyrsta ársfjórðungi gekk vel og er uppgjörið í takt við áætlanir. Vinna að lausnum á skuldavanda einstaklinga og fyrirtækja sem og endurútreikningur á erlendum húsnæðis- og bílalánum hafa verið stærstu verkefnin þennan ársfjórðung. Jafnframt hefur verið unnið að fjölmörgum öðrum verkefnum. Má þar nefna að nýjar siðareglur og starfsreglur hafa tekið gildi, VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, var kynnt á markaðnum, Glacier, dótturfélag bankans í Bandaríkjunum fékk starfsleyfi frá þarlendum eftirlitsaðilum og hinn árlegi stefnufundur var haldinn með um 650 starfsmönnum og 150 viðskiptavinum. Endurreisnin hófst í bankanum fyrir rúmum tveimur og hálfu ári og við höldum ótrauð áfram."

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall