VÍB styrkir þátttöku Íslands á Feneyjatvíæringnum

08.06.2011

Íslendingar hafa frá árinu 1960 teflt fram mörgum af sínum fremstu listamönnum á Feneyjatvíæringnum. Þátttakan hefur skipt sköpum fyrir farsælan feril þeirra listamanna. Um fimmtíu ára þátttaka Íslands á Feneyjatvíæringnum var fyrir skömmu í uppnámi vegna fjármögnunar en hún hefur nú verið tryggð með þátttöku einkaaðila. Auk VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, styrkja Landsvirkjun, CCP, Vilhjálmur Þorsteinsson og Jakob Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar verkefnið. Stuðningurinn gerir Íslendingum kleift að taka þátt í verkefninu sem nýtur einnig stuðnings Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Utanríkisráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og Íslandsstofu.

Fulltrúi Íslands í ár er spænsk-íslenska listatvíeykið Libia Castro & Ólafur Ólafsson.  Sýning Libiu og Ólafs á Tvíæringnum, Under Deconstruction, flettir ofan af félagshagfræðilegum málefnum samtímans, á Íslandi sem og annars staðar, með myndbandsverkum, gjörningum, skúlptúrum og hljóðverki.

Á myndinni eru, frá vinstri: Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Íslandsbanka, Vilhjálmur Þorsteinsson, Dorothée Kirch, framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvarinnar, Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar og Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall