Ingvar Helgason og B&L í söluferli

10.06.2011

Miðengi ehf., SP Fjármögnun hf. og Lýsing hf. hafa falið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á 100% hlut í BLIH ehf., móðurfélagi Ingvars Helgasonar ehf. ("IH") og Bifreiða og landbúnaðarvéla ehf. ("B&L"). Samhliða verður fasteign sem hýsir starfsemi félagsins að Sævarhöfða í Reykjavík boðin til kaups.

Saman mynda IH og B&L eitt stærsta bifreiðaumboð landsins með níu sterk vörumerki innan sinna raða. Fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna lauk fyrr á þessu ári þegar nýir eigendur komu að þeim, en eigendur þeirra eftir endurskipulagningu eru Miðengi ehf., dótturfélag Íslandsbanka, SP Fjármögnun hf. og Lýsing hf.

Stefnt er á að söluferlið hefjist formlega í lok ágúst á þessu ári. Á þeim tíma verður söluferlið auglýst með formlegum hætti og tilkynnt um tímasetningar þess og kröfur seljenda til þeirra sem þátt geta tekið í söluferlinu.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall