Yfirlýsing frá Íslandsbanka

10.06.2011

Í gær dæmdi Hæstiréttur Íslands í máli þrotabús Mótormax ehf. en málið var höfðað vegna erlends láns sem Mótormax ehf. hafði tekið hjá Landsbanka Íslands. Lánsformið sem dómurinn tekur til er ósambærilegt flestum lánsformum Íslandsbanka. Bankinn mun gera frekari úttekt á lánasöfnum sínum með hliðsjón af dómnum og meta áhrif hans.

Íslandsbanki vill árétta að í nýjum lánasamningum bankans er ákvæði um betri rétt viðskiptavina, þ.e. viðskiptavinir munu njóta þess ef í ljós kemur að þeir eiga ríkari rétt en samningarnir kveða á um.

Lögmæti þriggja mismunandi lánasamninga bankans í erlendum myntum hefur verið staðfest fyrir héraðsdómi og hefur einu þeirra verið áfrýjað til Hæstaréttar. Vonast er til að niðurstaða fáist í það hið fyrsta. Hins vegar hefur héraðsdómur talið að fjármögnunarleigusamningar bankans teldust gengistryggð lán.

Áður hefur verið gerð úttekt á áhrifum slíkrar dómsniðurstöðu á afkomu og eiginfjárstöðu bankans. Niðurstaða þessarar úttektar er að Íslandsbanki er í sterkri stöðu til að takast á við óvissu sem þessa. Eiginfjárhlutfall bankans er 27,4% en kröfur FME kveða á um 16% eiginfjárhlutfall.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall