Velkomin á Ólympíudaginn í Laugardal

23.06.2011

Ólympíudagurinn verður haldinn hátíðlegur í Laugardalnum í dag, 23. júní. Íslandsbanki er aðili að Ólympíufjölskyldu Íslands sem heldur Ólympíudaginn í samstarfi við íþróttahreyfinguna og ÍSÍ. Markmiðið með deginum er að bjóða almenningi að kynnast fjölbreyttum íþróttum, með áherslu á að uppgötva, læra og hreyfa sig.

Dagskrá hefst kl. 19:00 en þá verður dagurinn settur formlega á bílastæðinu við félagsheimili Þróttar/Ármanns. Allir eru velkomnir í Laugardalinn í dag og geta allir tekið þátt óháð getu. Hægt verður að prófa íþróttagreinar undir handleiðslu landsliðsfólks í greinum eins og skylmingum, tennis, krakkablaki, strandblaki, borðtennis og keilu svo fáar séu nefndar. Einnig verður boðið upp á rathlaup.

Deginum lýkur svo með Miðnæturhlaupinu sem hefst klukkan 22:00 og er hægt að velja milli þriggja vegalengda: 3 km, 5 km og 10 km. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunum marathon.is og hlaup.is. Allir þátttakendur fá svo frítt í sund á eftir.

Fólk er hvatt til að mæta í íþróttabúningum.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall