Íslandsbanki opnar miðstöð fjármálaþjónustu að Suðurlandsbraut 14

29.06.2011

Í dag 29. júní opnar Íslandsbanki nýtt og glæsilegt útibú að Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík. Í nýja útibúinu sameinast útibú bankans á Háaleitisbraut og Suðurlandsbraut 30, auk þess sem Íslandsbanki Fjármögnun mun flytja starfsemi sína í húsnæðið þann 11. júlí næstkomandi. Verður því um að ræða miðstöð fjármálaþjónustu Íslandsbanka þar sem verður saman kominn hópur reynslumikilla starfsmanna.

Sameining útibúanna er liður í að auka hagræði í rekstri útibúanets Íslandsbanka og bjóða uppá öfluga fjármálamiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðið hefur verið mikið endurnýjað og lögð áhersla á gott aðgengi fyrir viðskiptavini. Í nýja útibúinu verður einnig geymsluhólfamiðstöð fyrir höfuðborgarsvæðið.

Öll reikningsnúmer útibúanna beggja munu halda sér við sameininguna og því mun breytingin ekki valda neinum óþægindum fyrir viðskiptavini. Þá verður engum starfsmönnum sagt upp. Útibússtjóri nýja útibúsins verður Vilborg Þórarinsdóttir og aðstoðarútibússtjóri verður Guðmundur Kristjánsson, en þau hafa áratuga reynslu í banka og fjármálastarfsemi.

Í tilefni opnunar útibúsins verður haldin opnunarhátíð í dag þar sem boðið verður uppá kaffiveitingar, lifandi tónlist og blöðrur og glaðning fyrir börnin.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall