Breytt framkvæmd innheimtu fjármagnstekjuskatts

30.06.2011

Frá og með 1. júlí nk. mun Íslandsbanki eins og önnur fjármálafyrirtæki halda eftir 20% skatti af fjármagnstekjum þegar þær eru greiddar eða verða greiðslukræfar.  Breytingin á fyrst og fremst við um fjármagnstekjur af verðbréfum, innheimtuskuldabréfum og kröfum þar sem vextir hafa verið að myndast yfir lengra tímabil en eitt ár. Fjármagnstekjur hafa verið greiddar árlega eða mánaðarlega af innstæðum á bankareikningum og því er um óbreytta tilhögun að ræða á þeim reikningum.

Fjármálafyrirtæki hafa það lögbundna hlutverk að halda eftir skatti af fjármagnstekjum viðskiptamanna sinna og skila í ríkissjóð. Skatthlutfall fjármagnstekjuskatts var hækkað úr 10% í 15% á miðju ári 2009, úr 15% í 18% í ársbyrjun 2010 og í 20% í ársbyrjun 2011. Hingað til hafa fjármálafyrirtækin reiknað þá fjárhæð sem halda ber eftir skatti af á grunni skattprósentunnar eins og hún var á hverjum tíma. Hækkuð skattprósenta hefur þannig aðeins náð til þess hluta skattstofnsins sem myndast hefur frá lögfestingu hennar. Þessi framkvæmd hefur verið í góðri samvinnu við embætti ríkisskattstjóra.

Við gerð rafrænna skattframtala í febrúar 2011 kom fram ógreiddur fjármagnstekjuskattur hjá viðskiptavinum og lýstu Samtök fjármálafyrirtækja áhyggjum af því og óskuðu skýringa frá RSK. Í bréfi sem RSK sendi Samtökum fjármálafyrirtækja þann 3. maí sl. kemur fram breytt álit RSK þess efnis að fjármagnstekjur skulu skattleggjast með því skatthlutfalli sem við á þegar fjármagnstekjur eru greiddar eða verða greiðslukræfar. Héðan í frá munu fjármálafyrirtækin því halda eftir 20% skatti  af fjármagnstekjum en ekki horfa til lægri  skatthlutfalla sem giltu á þeim tíma sem skattstofninn myndaðist.

Viðskiptavinir Íslandsbanka sem hafa greitt fjármagnstekjuskatt samkvæmt framangreindu á tímabilinu 1.1.2010 til og með 30.06.2011 mega búast við að mismunur myndist við álagningu ríkisskattstjóra, þar sem lægri fjárhæð var haldið eftir í staðgreiðslu en væntanlegum álögðum skatti á fjármagnstekjurnar. Ef viðskiptavinir eru ósáttir við álagninguna má kæra hana til ríkisskattstjóra með rafrænum hætti á vefsvæðinu skattur.is. Kærufrestur er 30 dagar frá tilkynningu álagningar. Ef yfirskattanefnd eða dómsstólar komast að annarri niðurstöðu en RSK um túlkun laganna ber RSK að endurgreiða oftekinn skatt.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall