Ergo býður græn bílalán

13.07.2011

Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka, hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérkjör á bílalánum til kaupa á orkusparandi bifreiðum. Með þessu vill Ergo hvetja viðskiptavini sína til þess að velja „græna" kosti í bifreiðakaupum og stuðla að hagkvæmari rekstri bifreiða og betri nýtingu eldsneytis.

Í þessu felst að Ergo fellir niður lántökugjöld af bifreiðum í útblástursflokki A, B og C út árið 2011 og á þetta við bæði um bílasamninga og bílalán. Kjörin eru miðuð við bíla sem menga 0-120 g af CO2 á hvern ekinn kílómetra.

Dæmi:
Viðskiptavinur tekur 3 milljóna króna lán til kaupa á bifreið. Með því að kaupa „græna" bifreið í útblásturflokknum A, B og C fellur niður lántökukostnaður að upphæð  105.000 kr.

Í dag,  13. júlí opnar Ergo nýjan vef, ergo.is,  þar sem verður að finna reiknivélar til þess að reikna kostnað við fjármögnun bifreiða og tækja, rekstrarkostnað bifreiða, eldsneytiskostnað og útblástur, mengun og ferðakostnað.  Að auki verður að finna ýmsan „grænan" fróðleik um umferð og bifreiðar.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall