Sjávarútvegsteymi Íslandsbanka: Útflutningsverðmæti sjávarafurða hækkar um 16 milljarða króna á árinu

07.08.2011

Í greiningu sjávarútvegsteymis Íslandsbanka kemur fram að útflutningsverðmæti sjávarafurða muni hækka um 16 milljarða króna á þessu ári frá því síðasta og um fjóra milljarða króna til viðbótar á árinu 2012. Aukningin nemur því um 9% og mun hafa jákvæð áhrif á þjóðarbúið. Aukningin er tilkomin vegna aukinna aflaheimilda, og þá aðallega í þorski, alþjóðlegum verðhækkunum á fiski og stöðugri krónu. 

Aukin eftirspurn og hækkandi fiskverð
Eftirspurn eftir fiskafurðum hefur aukist talsvert á alþjóðamörkuðum og er talið að hún eigi eftir að halda áfram að vaxa á næstu árum, m.a. vegna fólksfjölgunar, auknum tekjum í þróunarríkjum og aukinni áherslu á heilbrigðara líferni. Samkvæmt vísitölu sjávarafurða sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn  reiknar mun alþjóðlegt fiskverð hækka töluvert á þessu ári og hafi ekki verið hærra frá árinu 1988. Að auki telja greiningaraðilar að íslenska krónan haldist tiltölulega stöðug á næstunni.  Þá jók sjávarútvegsráðherra heildarafla þorsks um 10% fyrir árið 2011/2012 en þorskurinn er rúmlega 1/3 af heildarverðmæti sjávarafurða. 

Útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða
Eins og sjá má á sjávarútvegs upplýsingaveitu Íslandsbanka lagði sjávarútvegurinn til tæp 40% alls vöruútflutnings á síðasta ári. Þá var útflutningsverðmæti sjávarafurða um 220 milljarðar króna. Sjávarútvegsteymi Íslandsbanka spáir því um 20 milljarða króna aukningu á þessu ári og því næsta.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall