Fyrstur banka með snjallsímaforrit fyrir Android

10.08.2011

Íslandsbanki hefur sett í loftið, fyrstur íslenskra banka, snjallsímaforrit (app) fyrir Android síma. Þetta er gert í framhaldi af opnun á nýjum farsímavef bankans í júní, m.isb.is, sem hefur fengið afar fínar viðtökur viðskiptavina. Innan skamms mega iPhone símtækjanotendur vænta sambærilegs forrits. Snjallsímaforritið gefur notendum nýja upplifun í viðskiptum við bankann sinn. Gríðarlegur vöxtur er í sölu á Android og iPhone símum og bankinn ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í að gera bankaviðskiptin sem þægilegust fyrir viðskiptavini sem eiga slík tæki. Það hefur því aldrei verið auðveldara fyrir viðskiptavini Íslandsbanka að hafa bankann með sér. Hér verður ekki látið staðar numið og ýmsar nýjungar munu líta dagsins ljós á komandi misserum.

Í gegnum farsímavefinn og snjallsímaforritið geta notendur skoðað stöðu og yfirlit reikninga og kreditkorta, millifært, fengið upplýsingar um staðsetningu útibúa og hraðbanka, séð gengi gjaldmiðla og nýtt sér myntbreytu, haft samband við bankann og komið í viðskipti við Íslandsbanka. Auk þess geta notendur Android síma fylgst með Twitter færslum bankans.

Nánar um bankaviðskipti í farsímanum.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall