Met slegin í forskráningu og áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

19.08.2011

Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer nú fram í Laugardalshöllinni. Þeir sem ekki skráðu sig á netinu geta gert það í höllinni í dag til klukkan 19:00 í kvöld. Allir skráðir hlauparar verða að sækja skráningargögn sín á hátíðina og eru þeir beðnir um að framvísa kvittun eða hlaupanúmerinu sínu. Fólk er þegar farið að streyma í Laugardalshöllina þar sem er mikil dagskrá í dag. Öllum hlaupurum er boðið í pastaveislu auk þess sem ýmsir fyrirlestrar eru í boði og kynningar á heilsutengdum vörum og starfsemi.

Tæplega 10.000 hlauparar voru skráðir þegar forskráningu lauk á miðvikudag. Þetta er um 30% aukning milli ára. Búast má við að skráningartölur hækki töluvert eftir daginn í dag. Tæplega fimmtíu prósent aukning er í skráningum í hálfmaraþon þar sem tæplega 2.000 hlauparar hafa skráð sig. Þá eru um 700 hlauparar skráðir í heilt maraþon. Þá hefur áheitasöfnun gengið vonum framar og hafa nú safnast tæpar 29 milljónir króna til góðra málefna sem er jafn mikið og heildarsöfnunin var í fyrra.

Um 1.300 erlendir hlauparar taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár og hafa aldrei verið fleiri. Hlaupararnir eru víðsvegar að úr heiminum, m.a. frá Austur Tímor, Argentínu, Taiwan, Filippseyjum, Venesúela, Haíti, Jamaica og Laos. Flestir erlendir hlauparar koma frá Bandaríkjunum eða 373, 233 koma frá Kanada, 149 frá Þýskalandi og 119 frá Bretlandi.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall