Samstarfssamningur um vottun fjármálaráðgjafa

08.09.2011

Samningur um vottun fjármálaráðgjafa var undirritaður í dag. Verkefnið er samstarfssamningur efnahags- og viðskiptaráðuneytis, Háskólans á Bifröst, viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), sem jafnframt hafa leitt verkefnið.

Markmiðið með vottun fjármálaráðgjafa er að samræma þær kröfur sem gerðar eru til þeirra þjónustufulltrúa viðskiptabanka og sparisjóða sem eiga aðild að SFF og sinna fjármálaráðgjöf til einstaklinga. Vottun fjármálaráðgjafa á Íslandi á rætur að rekja til þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað á þessu sviði á Norðurlöndum, í Evrópu og víðar.

Þann 27. september hefst  nám til undirbúnings vottunar fjármálaráðgjafa. Fyrsti hópurinn mun samanstanda af 40 starfsmönnum þeirra viðskiptabanka og sparisjóða sem eiga aðild að SFF. Námið fer fram í Opna háskólanum í Reykjavík en áætlað umfang námsins er um 160 - 180 kennslustundir. Að námi loknu fær starfsmaður afhent vottunarskírteini sem mun fylgja honum, færi hann sig á milli fjármálafyrirtækja.

Samstarfs­samningurinn sem undirritaður er í dag hefur það markmið að auka áreiðanleika og trúverðugleika vottunar.

„Þetta er mikilvægur áfangi í því að auka enn frekar gæði bankaþjónustu á Íslandi með aukinni þekkingu þess starfsfólks sem sinnir ráðgjöf til viðskiptavina. Við leggjum upp með metnaðarfullt samstarfsverkefni og tel ég að aðkoma háskólasamfélagins og ráðuneytisins sýni víðtækan skilning á því að nauðsynlegt er að auka fræðslu og efla þessa þjónustu. Við höfum  átt gott samstarf við Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og með þessu skrefi er lagður grunnur að stóraukinni fræðslu fyrir starfsmenn fjármálafyrirtækja sem skilar sér í traustara og betra bankakerfi fyrir viðskiptavini."

Á grunni samstarfssamnings mun starfa sérstök vottunarnefnd sem fer með æðsta vald í faglega hluta vottunarinnar.  Í henni eiga sæti:

Samstarfssamningurinn gerir ráð fyrir samvinnu milli háskólanna við gerð prófefnislýsingar og við þróun hæfniviðmiða.  Til að stýra þeirri vinnu er í samstarfssamningnum sett upp sérstakt fagráð en í því sitja:

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall